Hvað er í boði?
Við sérhæfum okkur í að skipuleggja tónlistaratriðin
Við bjóðum upp á faglega og jafnframt persónulega þjónustu til að tryggja að þinn viðburður verði ógleymanlegur. Það er að mörgu að huga þegar velja á lifandi tónlist fyrir mismunandi veislur, viðburði og athafnir. Við getum séð til þess að allt sé á réttum stað og réttri stund og þú getur því verið áhyggjulaus þegar kemur að stóru stundinni.
Hér koma dæmi um þau atriði sem er hægt að bóka en listinn er þó ekki tæmandi.
Sax og Dj
Vinsælt combó sem klikkar aldrei. DJ og saxófónn galdra fram eftirminnanlega stemningu til að fullkomna veisluna. Hentar einstaklega vel í alls kyns aðstæðum. Hvort sem það er í fordrykknum, stuttum veislum eða sem byrjun á góðu partýi þar sem plötusnúðurinn þeytir svo skífum fram á nótt og klárar partýið.
Hljómsveit
Mögulegt er að fá margskonar hljómsveitir, allt frá stökum hljóðfæraleikurum upp í minni eða stærri hljómsveitir. Við getum hjálpað þér/ykkur að ákveða hvað er viðeigandi miðað við stærð veislu, umfang og efni. Það er til dæmi um að fólk hafi áhuga á stórri 17 manna sveit. En venjulega er rætt um 2-3 hljóðfæraleikara eða minni hljómsveit, jafnvel með söngvara, til dæmis í veislum á borð við brúðkaup eða árshátíðir.
djass kombó
Möguleikarnir eru óteljandi þegar það kemur að jazz combói. Viltu gítar frekar en píanó eða hljómborð? Kannski langar þig að hafa kontrabassa, saxófón eða trompet? Og hvað með söngvara? Ertu að leita að hreinni jazz tónlist eða blöndu af dægurlögum og þekktum lögum með jazz eða funky ívafi? Þú ákveður fjölda tónlistarmanna, hvort sem það er einn, tveir, þrír eða fleiri, allt eftir því hvað er best miðað við stærð, umfang og efni veislunnar.
Brass band
Brass band skipað öflugum trommara er ekki bara skemmtilegt, heldur getur það einnig skapað ógleymanlega stemningu bæði úti sem inni. Þetta er combó sem er yfirleitt skipað blásurum eins og trompet, saxófón, túbu og básúnu ásamt trommara. Með glæsilegri tónlist og takti trommara hentar þetta combó og er vinsælt á hvaða samkomu sem er.
Klassík
Klassískt verk, þekkt popplög, íslensk og erlend í flutningi saxófóns og fiðlu er nýjasta viðbótin og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Fágað og fallegt.